Hvaða lærdóm getum við dregið af frásögnum aldanna um okkur sjálf og hvernig getum við miðlað þeim frásögnum á nýrri öld, spyr höfundurinn Guðrún Nordal í Skiptidögum en þar leggur hún áherslu á sögur kvenna á öllum tímum og sækir samanburð til nútímans til að sýna að sagan er ein og allt tengist. Nýjar kynslóðir horfa inn í framtíð sem verður gjörólík okkar samtíma. Hvaða nesti – minningar, sögur og reynslu – taka þær með sér úr sagnasjóði fortíðarinnar?