Sögulegar myndir aðgengilegar á netinu

Mynd með færslu
 Mynd:

Sögulegar myndir aðgengilegar á netinu

08.01.2015 - 10:59
Ljósmyndasafn Íslands hefur afhent Félagi Wikimediunotenda á Íslandi ellefu ljósmyndir á stafrænu formi sem teknar voru 7. júlí 1915 en þær sýna hátíðarhöld í tilefni þess að mánuði áður höfðu íslenskar konur fengið kosningarétt. Gjöfin er í tilefni þess að í ár verða liðin 100 ár frá þessum atburði

Myndirnar tóku Magnús Ólafsson og Þorleifur Þorleifsson en á einni myndinni sést Bríet Bjarnhéðinsdóttir standa í pontu að flytja ræðu.  Myndirnar verða þar með öllum aðgengilegar sem þangað leita - þær eru fallnar úr höfundarrétti en sæmdarréttur á enn við.