„Snýst um að bjarga mannslífum“

epa08318023 (FILE) - International Olympic Committee (IOC) president Thomas Bach of Germany speaks during a press conference after the IOC executive board meeting at the Olympic House in Lausanne, Switzerland, 04 March 2020 (re-issued on 24 March 2020). The International Olympic Committee (IOC) on 24 March 2020 announced that the Tokyo 2020 Olympic Games will be postponed to 2021 due to the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE

„Snýst um að bjarga mannslífum“

24.03.2020 - 18:30
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, segir kostnað við frestun á Ólympíuleikunum í Tókýó ekki hafa verið á meðal umræðuefna í viðræðum hans við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Leikarnum, sem áttu að hefjast 24. júlí, var slegið á frest í dag.

Tilkynnt var um frestun Ólympíuleikanna í dag í kjölfar samtals Bach og Abe. „Þetta snýst um að bjarga manns­líf­um,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Bach.

Haft var eftir Bach fyrr í mánuðinum að það myndi kosta sitt að fresta leikunum. Hann sagðist ekki geta sagt hversu dýr frestunin yrði í dag.

„Ég get ekki svarað því ná­kvæm­lega tveim­ur tím­um eft­ir að þetta var ákveðið. Það er ein­mitt­ vegna þessa sem við höfðum áður áætlað okk­ur að minnsta kosti fjór­ar vik­ur til að geta svarað öll­um spurn­ing­um,“ hefur Reuters eftir Bach.

Um 12 milljörðum bandaríkjadala hefur þegar verið eytt í undirbúning leikanna. Ekki hefur verið neglt niður ný dagsetning fyrir þá en Bach segir þá fara fram í síðasta lagi næsta sumar.

Þetta er í þriðja sinn sem Ólympíuleikar í Japan eru færðir til vegna ólgu á heimsvísu.