Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Snorra í Betel sagt upp störfum

12.07.2012 - 17:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Snorra Óskarssyni, kennara á Akureyri - oft kenndur við Betel - hefur verið sagt upp störfum. Gunnar Gíslason fræðslustjóri hjá Akureyrarbæ staðfestir þetta.

Snorri var sendur í sex mánaða leyfi frá störfum fyrr á þessu ári vegna umdeildra bloggskrifa um samkynhneigð. Nokkrir foreldrar kröfðust þá að honum yrði vikið frá störfum. Gunnar segir að uppsögnin hafi komið í kjölfarið á því ferli sem fór í gang fyrr á árinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.