Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Snjór tefur ylströnd við Urriðavatn

05.01.2018 - 13:10
Mynd með færslu
 Mynd: Ylströnd við Urriðavatn - Aðsend mynd
Snjór hefur komið í veg fyrir að fulltrúar Minjastofnunar geti skoðað svæði við Urriðavatn í Fljótsdalshéraði þar sem til stendur að gera ylströnd. Umsögn Minjastofnunar er hins vegar skilyrði fyrir því að heimilt sé að hefja framkvæmdir á svæðinu.

Frá þessu segir í fundargerð umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshérað frá í gær. Þar kemur einnig fram að Vegagerðin hafi gert athugasemd við breytt deiliskipulag ylstrandarsvæðisins vegna vegtengingar en nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan að deiliskipulaginu verði samþykkt þegar tekið hafi verið tillit til þeirrar athugasemdar og vegtenging til suðurs felld út.

Fyrir ári kom fram að eigendur Blá lónsins og Jarðbaðanna í Mývatnssveit ætluðu að taka þátt í gerð ylstrandarninar. Ellefu hluthafar hefðu skuldbundið sig til að leggja 280 milljónir í verkefnið, en heildarkostnaður væri áætlaður 500 milljónir. Heitt vatn úr borholum við Urriðavatn verði þarna nýtt til baðaðstöðu fyrir ferðamenn jafnt sem heimamenn. Stefnt væri að opnun vorið 2019.