Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Snjóað í fjöll í höfuðborginni

27.09.2014 - 14:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Höfuðborgarbúar vöknuðu upp við það í morgun að gránað hafði í fjöll umhverfis borgina.

Esjan, Móskarðshnjúkar, Skálafell, Vífilsfell, Hengill og Bláfjöll höfðu fengið hvíta kolla. Það verður því ekki horft fram hjá því öllu lengur að nú styttist í vetrarkomu, þótt fyrsti dagur vetrar sé samkvæmt almanaki ekki fyrr en 25. október.