Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Snjó kyngir niður í Reykjavík

25.01.2012 - 12:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og er af þeim sökum víða þungfært. Hætt er við seinkum á flestum leiðum strætisvagna í dag, að því er fram kemur á heimasíðu Strætó.

Samkvæmt starfsfólki Reykjavíkurborgar er unnið með öllum tiltækum mannskap og tækjum að snjóhreinsun, það eru 75 starfsmenn og verktakar sem hafa 47 tæki ti afnota. Snjóhreinsun og hálkuvarnir ganga nokkuð vel samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar. Unnið er samkvæmt forgagnsáætlun, en jafnframt er brugðist við ábendingum íbúa í síma 411 11 11.

Farið var af stað klukkan fjögur í nótt á helstu umferðaræðar og gönguleiðir svo sem að biðstöðvum strætó. Einnig er snjór ruddur við skóla, leikskóla, sundlaugar og aðrar stofnanir borgarinnar.

Íbúum í Reykjavík stendur áfram til boða að nálgast sand og salt til að bera á einkalóðir og innkeyrslur. Þeir geta sótt poka til eigin nota á hverfastöðvarnar.  


Bústaðavegur rétt eftir hádegi. Mynd: Björn Malmquist.