Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Snarpur skjálfti í Bárðarbungu

Mynd með færslu
 Mynd: Björn Oddsson - RÚV
Snarpur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu nú á sjöunda tímanum. Mældist hann 4,1 að stærð að sögn vakthafandi jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands. Talsverðar hræringar hafa verið í og við Bárðarbungu nú í morgunsárið en að sögn Veðurstofunnar eru engin ummerki um gosóróa.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV