Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Snarpur skjálfti í Bárðarbungu

20.05.2016 - 10:29
Mynd: Ómar Ragnarsson
 Mynd: Ómar Ragnarsson
Jarðskjálfti 4,4 að stærð mældist í norðaustanverðri brún Bárðarbunguöskjunnar um klukkan sjö í morgun. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur frá goslokum í febrúar 2015. Um 20 eftirskjálftar komu í kjölfar skjálftans, sá stærsti mældist 3,3. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr skjálftavirkni eru sérfræðingar á Veðurstofu að skoða hvort fylgjast þurfi nánar með virkni.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:50. 

Í skeyti frá Veðurstofunni kemur fram að tveir jarðskjálftar yfir fjórir að stærð hafi mælst frá goslokum, sá fyrri 8. apríl og var hann 4,2 að stærð.

Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þrátt fyrir aukna virkni sjáist engin merki um yfirvofandi gos. 

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Gunnar Sigurðarson
Fréttastofa RÚV