Snarpur jarðskjálfti, 4,3 að stærð, varð um 5 kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshryggnum. Skjálftinn fannst í Keflavík, segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir að oft séu hrinur þarna, til að mynda hafi mælst þarna tveir skjálftar fyrr í þessum mánuði upp á 4,5 og 4,6. „En þessi hrina er ekki á sama stað heldur aðeins sunnar.“