Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Snarpur skjálfti fannst í Keflavík

19.04.2017 - 13:10
Mynd með færslu
 Mynd: Reykjanesbær
Snarpur jarðskjálfti, 4,3 að stærð, varð um 5 kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshryggnum. Skjálftinn fannst í Keflavík, segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir að oft séu hrinur þarna, til að mynda hafi mælst þarna tveir skjálftar fyrr í þessum mánuði upp á 4,5 og 4,6. „En þessi hrina er ekki á sama stað heldur aðeins sunnar.“

Í fyrri útgáfu af fréttinni sagði að skjálftinn hefði verið 4,2 að stærð. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning kom frá Veðurstofunni þar sem fram kom að eftir frekari yfirferð á jarðskjálftanum hefði hann mælst 4,3 að stærð. 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV