Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Snarpur jarðskjálfti við Bárðarbungu

08.04.2016 - 02:18
Mynd með færslu
Bárðarbunga á blíðviðrisdegi Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Snarpur jarðskjálfti varð undir norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar skömmu eftir miðnætti í nótt. Hann var 4,2 að stærð og er stærsti skjálfti sem mælst hefur frá goslokum í febrúar á síðasta ári, að sögn Bjarka Fries, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Upptök skjálftans voru á um 3,5 km dýpi. Um 15 eftirskjálftar hafa fylgt í kjöflarið, sá stærsti þeirra, 3,5 að stærð, varð um klukkan eitt.

Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, segir að engin merki séu um kvikuhreyfingar eða eldvirkni í tengslum við þessa hrinu, en grannt verður fylgst með þróun mála, nú sem endranær. 3. apríl síðastliðinn urðu tveir skjálftar á sömu slóðum, 3,4 og 3 að stærð.