Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Snarpir skjálftar við Indónesíu

24.06.2019 - 04:00
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 varð austur af Indónesíu í nótt að sögn jarðvísindastofnunar Bandaríkjann, USGS. Ekki er búist við því að skjálftinn eigi eftir að valda flóðbylgju. Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi suður af Ambon eyju um hádegi að staðartíma. 

Íbúar borgarinnar Darwin í Ástralíu fundu vel fyrir skjálftanum. Að sögn Guardian voru nokkrir staðir í miðborginni rýmdir eftir skjálftann. Borgin er í um 700 kílómetra fjarlægð frá skjálftamiðjunni. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða skemmdir á mannvirkjum.

Nokkrum klukkustundum fyrr varð skjálfti af stærðinni 6,1 nærri Papúa. Sá átti upptök sín um 240 kílómetra vestur af bænum Abepura í Papúa, á 21 kílómetra dýpi.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV