Töluverð skjálftavirkni hefur verið við Bárðarbungu í kvöld. Þar varð skjálfti af stærðinni 3,5 þegar þrettán mínútur voru liðnar af þessum þriðjudegi og annar litlu minni, 3,3, þremur mínútum fyrr. Og tveir skjálftar, 2,7 og 2,8 að stærð, skóku bunguna laust eftir hálftólf á mánudagskvöld. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta eðlilegan hristing í Bárðarbungu, þar oft koma skjálftar yfir þrjá og jafnvel fjóra. Engin merki séu um gosóróa af neinu tagi.