Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Snaran - Jakobína Sigurðardóttir

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Örn Sigurðsson

Snaran - Jakobína Sigurðardóttir

09.07.2018 - 09:46

Höfundar

Skáldsagan Snaran eftir Jakobínu Sigurðardóttur er til umfjöllunar í Bók vikunnar á laugardagsmorgun kl. 10:15. Gestir þáttarins verða Ásta Kristín Benediktsdóttir, bókmenntafræðingur og Davíð Örvar Hansson, starfsmaður Umhverfisstofnunar og formaður menningarfélagsins Gjallandi.

Þessi stutta en kraftmikla skáldsaga kom út árið 1968 og geymir eintal sögumanns sem vinnur í ruslinu í ótilgreindri verksmiðju. Í gegnum tal sögumannsins sem er jafnframt aðalpersóna bókarinnar er dregin upp mynd af litlu samfélagi á umbreytingartímum og ýmis konar orðnum og yfirvofandi átökum gerð skil. 

Í þættinum hljómar stutt viðtal við dóttur Jakobínu Sigurðardóttur, Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur um viðtökur bókarinnar. Einnig má heyra brot úr lestri Karls Guðmundssonar upp úr Snörunni frá árinu 1970. Og brot úr viðtali Ingu Huldar Hákonardóttur við Jakobínu frá árinu 1975. 

Mynd: Magnús Örn Sigurðsson / Magnús Örn Sigurðsson
Bók vikunnar
Mynd: Magnús Örn Sigurðsson / Magnús Örn Sigurðsson
Lestur Karls Guðmundssonar frá árinu 1970
Mynd: Magnús Örn Sigurðsson / Magnús Örn Sigurðsson
Viðtal við Jakobínu Sigurðardóttur frá árinu 1975