Smitrakning í brennidepli á daglegum upplýsingafundi

19.03.2020 - 13:45
Daglegur upplýsingafundur Almannavarna hefst klukkan 14 í dag. Hann er sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og hér á vefnum. Fundurinn er táknmálstúlkaður.

Á fundinum ræðir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningateymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis, um verkefni teymisins. Mikið hefur mætt á smitrakningarteyminu undanfarnar vikur. Lögð hefur verið áhersla á að rekja öll smit sem greinast hér á landi.

Eins og venjulega ræða Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir fjölda staðfestra smita, útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins og aðgerðir stjórnvalda.

 
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi