Það er tilvalið að skella sér á skauta á þessum öðrum sunnudegi í aðventu enda jólalegt um að litast á Ingólfstorgi þessa dagana. Það var einmitt það sem Helga og Máni höfðu í huga þegar þau hittust á svellinu fyrir tilviljun.
En hæfileikarnir eru misjafnir á þessum ágætu vinnufélögum sem verja munu jólunum saman, og skautaferðin endar ekki eins og best verður á kosið.
Jólakortið er jóladagatal RÚV núll. Nýr þáttur kemur inn á spilara RÚV, í frelsið og á samfélagsmiðla RÚV núll, á hverjum morgni fram að jólum.