Slys á skautasvelli miðborgarinnar

Mynd: RÚV / RÚV

Slys á skautasvelli miðborgarinnar

08.12.2019 - 11:00
Það er hefð hjá bæði Helgu og Mána að skella sér á skauta á svelli Nova á Ingólfstorgi. Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart en Helga kann eitthvað á skauta en Máni ívið minna.

Það er tilvalið að skella sér á skauta á þessum öðrum sunnudegi í aðventu enda jólalegt um að litast á Ingólfstorgi þessa dagana. Það var einmitt það sem Helga og Máni höfðu í huga þegar þau hittust á svellinu fyrir tilviljun. 

En hæfileikarnir eru misjafnir á þessum ágætu vinnufélögum sem verja munu jólunum saman, og skautaferðin endar ekki eins og best verður á kosið. 

Jólakortið er jóladagatal RÚV núll. Nýr þáttur kemur inn á spilara RÚV, í frelsið og á samfélagsmiðla RÚV núll, á hverjum morgni fram að jólum. 

Tengdar fréttir

Svindlaði í skreytingakeppni með hjálp borgarfulltrúa

Smá smjör getur varla drepið neinn, eða hvað?