Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fresta verkfalli

05.03.2020 - 10:56
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landsambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er í gildi.

Verkfallsaðgerðir áttu að hefjast 9. mars.

Ríkislögreglustjóri, sóttvarnalæknir og landlæknir sendu í gær minnisblað til ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga þar sem skorað var á alla hlutaðeigandi að gera allt mögulegt til að enda yfirstandandi og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

LSS segist í yfirlýsingu treysta því að samningsaðilar nýti sér ekki þessa frestun til að tefja samninga og haldi áfram viðræðum af sama krafti og áður. Frestunin varir þar til Almannavarnir hafa aflýst hættustigi.