Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Slökkt á tækjum Vincent Lambert

20.05.2019 - 10:06
epa04277641 A photograph made available on 24 June 2014 showing tetraplegic Vincent Lambert (R) and his mother, (not named) at the hospital, in Reims, France on 25 July 2013. France's top administrative court, The Conseil d?Etat, ruled on 24 June 2014 that doctors should switch off the machines prolonging the life of Vincent Lambert, the 39-year-old fireman who was left in a vegetative state by a motorcycle accident five years ago.  EPA/PHOTOPQR/L'UNION DE REIMS FRANCE OUT
Vincent Lambert ásamt móður sinni í júlí 2013. Mynd: EPA - MAXPPP
Byrjað var í morgun að slökkva á þeim tækjum sem haldið hafa lífi í Vincent Lambert sem legið hefur í dái á sjúkrahúsi í Frakklandi undanfarinn áratug.

Vincent  lamaðist og hlaut alvarlegan heilaskaða í bílslysi árið 2008. Að sögn breska útvarpsins BBC andar hann sjálfur og opnar öðru hvoru augun, en læknar telja skaðann ólæknandi.

Mál hans hefur vakið mikla athygli og umræðu í Frakklandi um líf og dauða og er fjölskylda hans klofin í málinu.

Foreldrar Vincents hafa reynt allt til að halda honum á lífi og leitað til dómstóla, þar á meðal mannréttindadómstóls Evrópu, sem stutt hafa rök lækna, eiginkonu Vincents og sex systkina hans um rétt hans til að deyja.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV