Slakað á höftum í Hubei

24.03.2020 - 12:31
Erlent · Asía · COVID-19 · Kína · Kórónuveiran
In this March 18, 2020 photo, people stand in a spaced line as they wait to buy pork at the entrance gate of a closed residential community in Wuhan in central China's Hubei Province. Last month, Wuhan was overwhelmed with thousands of new cases of coronavirus each day. But in a dramatic development that underscores just how much the outbreak has pivoted toward Europe and the United States, Chinese authorities said Thursday that the city and its surrounding province had no new cases to report. The virus causes only mild or moderate symptoms, such as fever and cough, for most people, but severe illness is more likely in the elderly and people with existing health problems. (Chinatopix via AP)
Fólk bíður í röð eftir að fá afgreiðslu hjá kjötkaupmanni í borginni Wuhan í síðustu viku. Mynd: ASSOCIATED PRESS - CHINATOPIX
Tilkynnt var í morgun að í dag yrði slakað á ferðabanni frá Hubei-héraði í Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn braust út undir lok síðasta árs. Héraðið var einangrað fyrir meira en tveimur mánuðum og útgöngubann fyrirskipað til að hefta útbreiðslu veirunnar. 

Yfirvöld í Hubei hafa að undanförnu slakað á ýmsum takmörkunum innan héraðs, en tilkynntu í morgun að frá miðnætti að staðartíma fengi fólk, með staðfestingu á því að það væri heilt heilsu, að fara frá Hubei.

Flug hæfist að nýju frá þremur flugvöllum í Hubei á morgun. Takmörkunum sem verið hafa í gildi í borginni Wuhan yrði aflétt 8. apríl. Nærri áttatíu greindust með kórónuveiruna í Kína í gær, langflestir höfðu borið hana með sér frá útlöndum. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi