Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skýr skilaboð send til Bandaríkjamanna

20.06.2019 - 10:54
In this April 24, 2019, Iran's Revolutionary Guard commander Gen. Hossein Salami attends a meeting in Tehran, Iran. Iran's Revolutionary Guard shot down a U.S. drone on Thursday, June 20, 2019, amid heightened tensions between Tehran and Washington over its collapsing nuclear deal with world powers, American and Iranian officials said, while disputing the circumstances of the incident. Salami, speaking to a crowd in the western city of Sanandaj on Thursday, described the American drone as "violating our national security border." (Sepahnews via AP )
 Mynd: AP - Sepahnews
Leiðtogi íranska byltingavarðarins Hossein Salami segir að skýr skilaboð hafi verið send til Bandaríkjamanna með því að skjóta niður njósnadróna í íranskri lofthelgi og hrósaði hetjulegri framgöngu íranskra hermanna.

Fyrr í dag sagði byltingavarðliðið að bandarískur njósnadróni hefði verið skotinn niður í íranskri lofthelgi nærri Hormússundi, þegar hann kom inn í íranska lofthelgi í suðurhluta landsins. Bandarísk yfirvöld segja drónann ekki hafa farið inn í íranska lofthelgi en viðurkenndu að hann hafi verið skotinn niður með írönsku flugskeyti.

Salami segir í samtali við írönsku fréttastofuna Tasnim að með því að skjóta niður drónann hafi Íranar sent skýr skilaboð um að landamæri og lofthelgi þeirra væru vel varin.

Íranar vildu ekki stríð en allri árásarhneigð erlendra ríkja yrði svarað af hörku. Salami segir einu leiðina fyrir erlend ríki til að koma í veg fyrir átök að virða fullveldi landsins.

Í gær sagði varnarmálaráðherra Írans, Ali Shamkhani, að stjórnvöld í Tehran myndu bregðast harkalega við allri ágengni erlendra ríkja.

Ali Shamkhani varnarmálaráðherra Íran.
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ali Shamkhani varnarmálaráðherra Írans.

Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Írans eftir að Donald Trump tók við  forsetaembætti vestanhafs. Hann dró Bandaríkin út úr kjarnorkusáttmála við Íran og hefur beitt ríki sem eiga viðskipti við Íran efnahagsrefsingum, auk þess sem hann beitir Íran viðskiptaþvingunum.

Fyrir viku voru gerðar tvær árásir á olíuflutningaskip í Ómanflóa sem Bandaríkin segja Írana ábyrga fyrir en þeir þvertaka fyrir það.