Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Skynfærin örvuð á Siglufirði

08.02.2012 - 21:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Siglfirðingar eignuðust nýlega skynörvunarherbergi. Herbergið sem tilheyrir Iðju dagvist er sérútbúið til þess að örva heyrn, sjón og snertiskyn.

Skynörvunarherbergið er útbúið út frá hollenskri hugmyndafræði. Fötluðu fólki í Fjallabyggð og nágrenni stendur til boða að nýta sér herbergið til þess að örva skynfærin í friðsælu og afslappandi umhverfi. Í herberginu er vatnsrúm með hátölurum sem magna upp róandi tónlist í gegnum vatnið í dýnunni. Eins er lykt og lýsing notuð til þess að örva skynfærin en upplifunin styrkir taugakerfið og hefur þroskandi áhrif á heilann.