Skrifa undir sérkjarasamning við PCC

19.03.2018 - 17:20
Mynd með færslu
 Mynd: Gaukur Hjartarson
Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar skrifuðu í dag undir sérkjarasamning við kísilver PCC á Bakka. Samningurinn nær til um 70 af þeim 100 starfsmönnum sem munu starfa hjá fyrirtækinu og gildistíminn er til næstu áramóta þegar kjarasamningar renna út á almenna vinnumarkaðnum.

Frá þessu er sagt á vef Framsýnar. Þar segir að Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC BakkiSilicon, hafi skrifað undir samninginn fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins og formenn félaganna fyrir þeirra hönd, Aðalsteinn Árni Baldursson fyrir Framsýn og Jónas Kristjánsson fyrir Þingiðn.

Samningurinn verður kynntur starfsmönnum á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Í frétt Framsýnar er haft eftir Aðalsteini að eðlilegt sé samningurinn sé ræddur fyrst við starfsmenn áður en hann fjalli opinberlega um innihaldið.

Mynd með færslu
Jónas og Aðalsteinn ásamt Laufeyju Sigurðardóttir, mannauðsstjóra PCC. Mynd: Framsýn
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi