Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Skrifa undir samning um höfn í Finnafirði

11.04.2019 - 07:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska félagsins Bremenports og verkfræðistofunnar Eflu undirrita í dag samstarfssamninga um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði.

Eftir margra ára rannsóknir og undirbúning verða nú tvö hlutafélög stofnuð um verkefnið. Annars vegar rekstrarfélag hafnarinnar, í fullri í eigu Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps, og hins vegar þróunarfélag í eigu þeirra sem að verkefninu standa. 

Markmiðið er að byggja upp alþjóðlega stórskipahöfn og iðnaðar- og þjónustusvæði sem tengi saman Asíu, austurströnd Bandaríkjanna og Evrópu. Svæðið sem horft er til nær yfir 1.300 hektara. 

Samningarnir verða undirritaðir á Þórshöfn klukkan 10:30.