Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Skrautkringlur

Mynd með færslu
 Mynd: DR

Innihald:

Saltdeig:
3/4 dl vatn
100 g fínt salt
200 g hveiti
3-4 msk malaður kanill

Aðferð:
Hnoðið vatn, salt, hveiti og kanil vel saman í 10 mínútur þar til deigið er slétt og mjúkt. Notið gjarnan hrærivél.

Leggið deigið á borð með svolitlu hveiti og látið það hvíla undir klút á borðinu í 30 mínútur.

Hitið ofninn í 130 gráður.

Skiptið deiginu í stykki á stærð við stóra heslihnetu og rúllið hvert stykki í langa, þunna pylsu með hvössum endum.

Mótið kringlur úr löngu pylsunum og leggið þær strax á bökunarplötu með smjörpappír eða bökunarmottu.

Bakið í ofninum í 20-35 mínútur (allt eftir ofninum og þykktinni á kringlunum).

Látið kringlurnar kólna alveg við stofuhita.

Penslið hverja kringlu með örlítilli vínberjaolíu eða annarri hlutlausri olíu til að ná fram brúna litnum.

Munið að það er ekki hægt að borða skrautkringlurnar en þær munu líta yndislega út með slaufur á jólatrénu ykkar...

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir