Skræðurnar í Þykkvabæ eru ekki lesnar heldur étnar, og þær þykja býsna gómsætar. Þykkvabæjar skræðurnar eru kjötréttur, eða hálfgert snakk úr hrossakjöti. Maður tekur eina vel feita hrossasíðu, sker hana niður í smá bita, setur í pott og lætur malla í þrjá tíma. Ekki sérlega flókið!