Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Skotbardagi við handtöku í Kastrup

01.09.2016 - 06:38
Erlent · afbrot · Danmörk
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Til skotbardaga kom þegar Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók mann sem eftirlýstur var vegna skotárásarinnar í Kristjaníu í gær þar sem þrír urðu fyrir skoti þar af einn sem særðist lífshættulega.

Sérsveitir dönsku lögreglunnar umkringdi hús í Kastrup þar sem talið var að maðurinn væri í felum. Sá eftirlýsti reyndi að flýja af vettvangi og kom þá til skotbardaga milli hans og lögreglu. Lögregla skaut og særði manninn. Í gærkvöldi, þegar tveir lögreglumenn ætluðu að handtaka manninn, dró hann upp byssu, skaut á lögreglumennina og lagði því næst á flótta. Annar lögreglumannanna særðist lífshættulega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Hinn særðist á fæti. Að auki særðist almennur borgari sem átti leið um. Lögreglustjórinn í Kaupmannahöfn, Thorkild Fogde, segir að nú hafi glæpamenn í Kristjaníu farið yfir strikið og því kominn tími til að taka harðari afstöðu gegn skipulögðu glæpastarfi í fríríkinu. Sérsveitir dönsku lögreglunnar leituðu mannsins í Kristjaníu og víðar, og nutu einnig liðsinnis sænsku lögreglunnar. Innra eftirlit lögreglunnar tekur nú við rannsókn málsins.