Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sköpunarsagan er full af tilvísunum

Mynd: Vigfús Birgisson / Vigfús Birgisson

Sköpunarsagan er full af tilvísunum

20.09.2016 - 17:25

Höfundar

„Það er aldrei fullkomið, það er ekkert sem er fullkomið, það er alltaf verið að gera við,“ segir Erla S. Haraldsdóttir, myndlistarmaður, um hið eilífa viðhald Hallgrímskirkju, sem tók rúma fjóra áratugi að byggja. „Mér finnst það eitthvað svo fallegt.“

Í sýningunni Genesis fjallar Erla um sköpunarsöguna eins og hún kemur fram í Fyrstu Mósebók Biblíunnar. Í verkum sínum sækir hún innblástur úr ýmsum áttum; í listasöguna, Íslensku teiknibókina, Biblíuna - og listamaðurinn þakkar jafnvel hinni sameiginlegu undirmeðvitund mannanna lánstraustið. 

Hún veltir fyrir sér uppruna sköpunarinnar, sköpunarkraftinum og mikilvægi hvíldardagsins í ferlinu. 

Víðsjá hitti Erlu í Hallgrímskirkju og ræddi við hana um sýninguna, sem stendur yfir til 20. nóvember.