Í sýningunni Genesis fjallar Erla um sköpunarsöguna eins og hún kemur fram í Fyrstu Mósebók Biblíunnar. Í verkum sínum sækir hún innblástur úr ýmsum áttum; í listasöguna, Íslensku teiknibókina, Biblíuna - og listamaðurinn þakkar jafnvel hinni sameiginlegu undirmeðvitund mannanna lánstraustið.
Hún veltir fyrir sér uppruna sköpunarinnar, sköpunarkraftinum og mikilvægi hvíldardagsins í ferlinu.
Víðsjá hitti Erlu í Hallgrímskirkju og ræddi við hana um sýninguna, sem stendur yfir til 20. nóvember.