Skólpið hreinsað á ný við Klettagarða

26.03.2020 - 13:59
Mynd með færslu
Skólpdælustöð við Ægisíðu í Reykjavík. Mynd: RÚV - Jón Þór Víglundsson - RÚV
Skólphreinsistöðin við Klettagarða er orðin nothæf aftur. Hún varð óstarfhæf fyrr í vikunni. Ástæðan er sú að þarf söfnuðust fyrir mikið af blautklútum úr salernum borgarbúa. Því þurfti að loka skólphreinsistöðinni á meðan verið var að hreinsa.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að skólphreinsistöðin hafi verið opnuð í gær. Veitur beindu þeim tilmælum til fólks fyrri í vikunni að hætta að henda rusli í klósettin, en Ólöf segir að líða þurfi smá tími til að hægt verði að sjá hvort fólk sé byrjað að fylgja þeim tilmælum. „Við erum að fylgjast með og sjáum hvað kemur af rusli."

Ólöf segir að blautklútar hafi verið vandamál í kerfinu síðan fólk byrjað að nota þá. Farið hafi verið í áróðursherferðir til að hvetja fólk til að hætta að henda þeim í klósettin. COVID-19 faraldurinn virðist hins vegar hafa orðið til þess að fólk hendir nú blautklútum í meira mæli í klósettið en áður. „Magnið margfaldaðist fyrir viku og við höfum leitt að því líkur að þarna sé um að ræða sótthreinsiklúta sem fólk er að nota ," segir Ólöf. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi