Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skólabygging hrundi í Kenía

23.09.2019 - 14:20
Erlent · Afríka · Kenía
epa07863380 Emergency workers at the site where a school building collapsed, in Nairobi, Kenya, 23 September 2019. According to reports, at least seven primary school children were killed when a classroom structure collapsed in Nairobi.  EPA-EFE/DAI KUROKAWA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti sjö börn létust og mörg slösuðust þegar skólahús hrundi í dag í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Í yfirlýsingu frá menntamálaráðherra landsins segir að 64 nemendur hafi verið fluttir á sjúkrahús, sumir með smáskrámur, aðrir meira slasaðir. Tvö eru talin vera með lífshættulega áverka.

Að sögn yfirvalda var skólinn illa byggður. Skólastjórinn segir aftur á móti að skólpræsi í nágrenninu hafi veikt undirstöður hússins. Um það bil átta hundruð börn stunda nám í skólanum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV