Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Skoða heilsufar landans

29.11.2017 - 07:30
Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn
SÍBS hefur ferðast um landið síðasta eina og hálfa árið í samstarfi við Hjartaheill og fleiri samtök og sett upp stöðvar þar sem fólki býðst heilsufarsmæling endurgjaldslaust. Mælingarnar ná til helstu áhættuþátta lífstílssjúkdóma og áætlað er að 5000 manns hafi verið mældir þegar ferðalaginu lýkur á næsta ári.

„Þetta er forvarnarverkefni fyrst og fremst. Þetta snýst um skimun fyrir áhrifaþáttum lífsstílstengdra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki o.fl.,“ segir Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS. 

Mælt var í Hveragerði í síðustu viku og mikil ánægja var með hversu margt ungt fólk lét sjá sig. Mælingarnar eru haldnar í samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem gerir það að verkum að hægt er að senda þá sem mælast með óeðlileg gildi beint áfram til sérfræðinga. 
 

 

eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir