Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Skjálftinn hápunktur - ekki fyrirboði

30.08.2012 - 16:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Einar Kjartansson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftann í Bláfjöllum í dag vera hápunkt en ekki fyrirboða um meira. Skjálftar af þessari stærðargráðu verði á þessu svæði á 5-20 ára fresti.

Hann hafi því ekki komið jarðfræðingum algjörlega í opna skjöldu. Nokkrir tugir eftirskjálfta hafa mælst en þeir eru allir undir tveimur stigum að stærð.