Öflugur jarðskjálfti, 4,8 að stærð, varð í norðurrima Bárðarbungu þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í tvö í nótt. Þrír snarpir eftirskjálftar, 3,5, 3,7 og 2,8 að stærð fylgdu í kjölfarið. Stórir skjálftar hafa skekið Bárðarbungu allt frá goslokum 2015 og þeir hafa farið heldur stækkandi, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.