Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skjálfti upp á 4,8 í Bárðarbungu

28.12.2018 - 02:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Öflugur jarðskjálfti, 4,8 að stærð, varð í norðurrima Bárðarbungu þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í tvö í nótt. Þrír snarpir eftirskjálftar, 3,5, 3,7 og 2,8 að stærð fylgdu í kjölfarið. Stórir skjálftar hafa skekið Bárðarbungu allt frá goslokum 2015 og þeir hafa farið heldur stækkandi, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Einar segir þetta eðlilega þróun, eldstöðin sé að jafna sig eftir það mikla sig sem þar varð í gosinu. Engin merki eru um gosóróa, segir Einar, en fylgst verður náið með framvindu mála í Bárðarbungu og nágrenni, hér eftir sem hingað til. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir