Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Skjálfti í Mýrdalsjökli

21.08.2012 - 10:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti 2,8 að stærð mældist í Mýrdalsjökli upp úr klukkan sjö í morgun. Skjálftinn varð á 100 metra dýpi 6,1 kílómetra norðnorðaustur af Hábungu. Þrír smáskjálftar hafa síðan mælst í jöklinum.

Skjálftinn í morgun varð í svokölluðum katli 10 sunnan við Austmannsbungu að sögn Gunnars B. Guðmundssonar sérfræðings á jarðskjálftadeild Veðurstofunnar. Hann er sunnar en skjálftinn sem mældist á föstudag, Hann var 3,8 að stærð. Dregið hefur úr skjálftavirkni í Mýrdalsjökli frá því fyrr í sumar.