Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Skjálftavirkni hefur minnkað verulega

02.10.2016 - 10:15
Innlent · Katla
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Skjálftavirkni hefur minnkað verulega í Mýrdalsjökli. Í nótt mældust aðeins tveir skjálftar frá miðnætti. Sá stærri var 2,0 að stærð og mældist hann laust eftir klukkan fimm í nótt. Í gær mældust um tuttugu skjálftar við Kötlu.

Könnunarflug var farið yfir jökulinn í gær en skyggni var ekki gott. Þó tókst vel að mæla svæðið þar sem skjálftar hafa verið. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við fréttastofu í kvöldfréttum sjónvarps í gær að engar markverðar breytingar væru á jöklinum miðað við mælingar. Hann vill þó ekki útiloka Kötlugos.

Vakthafandi jarðvísindamaður Veðurstofu Íslands sagði í gær að engin merki séu um gosóróa við Kötlu. Virknin í fyrradag virðist ekki hafa valdið auknu rennsli jarðhitavatns í ám við Mýrdalsjökul.

 

Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV