Skjálftarnir afleiðingar landrissins

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Jarðskjálftinn í gærkvöld við Grindavík er sá öflugasti í hrinunni sem hófst 22. janúar. Hann mældist 4,3. Land hefur risið um rúma fjóra sentimetra á þessum slóðum þar sem mest er. Skjálftarnir eru afleiðingar landris, segir jarðeðlisfræðingur. 

Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni segir aðra skjálfta af verið eftirskjálfta þessa stóra í gærkvöld: 
 
„Það varð ekkert landris í kjölfar á skjálftanum. Það heldur bara áfram. Skjálftarnir eru afleiðing af landrisinu.“

Hvað hefur land risið síðan 20. eða 22. janúar?

„Land hefur risið núna vel yfir fjóra sentimetra.“

Þeir sem fara inn á vef Veðurstofunnar og skoða skjálftapunktana á Reykjanesskaga sjá urmul punkta út um allt.

„Mikið af þessari skjálftadreif eru ekki raunverulegir skjálftar heldur að þegar að það er svona rosalega mikið af skjálftum, sem koma alveg á sama staðinn, þá ruglast kerfið svolítið þ.a. við sjáum svakalega dreifingu, sem er í rauninni ekki raunveruleg skjálftavirkni heldur afleiðing af því að kerfið ræður ekki við svona marga skjálfta á sama stað á sama tíma.“

Er þetta sem gerist í gærkvöldi er það eitthvað frekar fyrirboði eldgoss?

„Nei, nei, nei. Þetta er svona meira dæmi um það sem við megum búast við meðan á landrisinu stendur.“

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi