Skipuleg aðför gegn velferðarkerfinu

31.10.2014 - 14:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að menn velti fyrir hvort verið sé að skapa óánægju með velferðarkerfið meðal almennings í þeim tilgangi að greiða götuna fyrir einkavæðingu.

Árni Páll var gestur Morgunútgáfunnar og benti þar á búið væri að hækka komugjöld í allri heilbrigðisþjónustu um nærri 20% á þessu ári, og í fjárlagafrumvarpinu væri boðuð frekari gjaldtaka á lyf og láta sjúklinga greiða nýtt gjald. Hann gagnrýndi að á sama tíma og ríkisstjórnin sæi sér ekki fært að byggja nýjan Landspítala birtust fréttir af væntanlegri byggingu einkasjúkrahúss. Val ríkisstjórnarinnar væri að leggja ekki á auðlindagjald og skynsamlega skatta á þá best settu til að fjármagna nýjan spítala. Árni Páll gagnrýndi að stefna ríkisstjórnarinnar einskorðaðist aðeins við tvennt - að lækka skatta og skera niður.   

Samfylkingin býr sig undir landsfund í mars á komandi ári en um helgina verður haldinn flokksstjórnarfundur undir yfirskriftinni Jöfn tækifæri – athafnafrelsi – góð almannaþjónusta.  

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi