Skipulagstillaga með vegi um Teigsskóg auglýst

25.06.2019 - 12:23
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV grafík - RÚV
Sveitarstjórn Reykhólahrepps auglýsti fyrir helgi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins eru forsenda þess að sveitarfélagið getur veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir umdeildri vegagerð um Teigsskóg.

 

Töf á auglýsingu 

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 22. janúar að Þ-H leið um Teigsskóg yrði í tillögu að aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins en auglýsing tillögunar hefur tafist meira en áætlað var. Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir að ferlið hafi tekið þennan tíma vegna breytinga á skipulaginu og útfærslu þeirra, framsetning og efnistök hafi verið álitamál. Margir hafi komið að vinnunni og að auglýst skipulag sé afrakstur þeirrar vinnu.

Breyta aðalskipulagi til að gefa út framkvæmdaleyfi

Athugasemdir við tillöguna þurfa að berast fyrir 25. ágúst. Þá þarf sveitarfélagið að svara öllum athugasemdum sem kunna að berast áður en tillagan er send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Að því loknu getur sveitarfélagið auglýst breytt skipulag og veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 

 

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi