Eftir að hafa rætt allar myndirnar í þaula síðustu mánuði hafa Geir og gestir vikunnar, þau Stefán Pettersson, Bríet Blær Jóhannsdóttir og Ragnhildur Kristjana Ásbjörnsdóttir Thorlacius nú séð nýjustu kvikmyndina Star Wars Episode IX: The Rise of Skywalker og ræða hana í þessum þætti.
Það er rétt að vara við spillum (i.e. spoilers) í þættinum, enda er farið yfir helstu atriði myndarinnar og verður ekkert gefið eftir.
Þátturinn er einnig aðgengilegur á hlaðvarpsformi í spilara RÚV og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.