Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Skipta á konum og körlum í nefndum

14.06.2013 - 11:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórnarflokkarnir hafa nú skipað sitthvort konuna í efnahags- og viðskiptanefnd, en mikil umræða hefur verið um kynjahlutföll í nefndum eftir að ljóst varð að einungis karlmenn skipuðu þá nefnd.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, flytur sig úr umhverfisnefnd í efnahags- og viðskiptanefnd, og skiptir þar við Brynjar Níelsson sem þá tekur sæti í umhverfisnefnd. Þá hefur Framsóknarþingmaðurinn Líneik Anna Sævarsdóttir einnig tekið sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún tekur þar sæti Karls Garðarssonar, sem þá tekur sæti Líneikar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.