Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Skipar starfshóp um staðgöngumæðrun

11.09.2012 - 17:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að undirbúa lagafrumvarp sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Það gerir hann á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti fyrir níu mánuðum síðan.

Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði, verður formaður starfshópsins og með henni í honum verða Hrefna Friðriksdóttir, lektor í lögfræði, og Sigurður Kristinsson, siðfræðingur og forseti hug- og félagvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba háskóla, verður starfshópnum til sérstakrar ráðgjafar.