Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skimun fyrir COVID-19 hefst í fyrramálið

12.03.2020 - 21:42
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skimun fyrir COVID-19 kórónaveirunni á vegum Íslenskrar erfðagreiningar, sóttvarnarlæknis og sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Skimunin hefst í fyrramálið og að sögn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, upplýsingafulltrúa Íslenskrar erfðagreiningar, hefur aðsóknin verið mikil. Fyrsta vikan bókaðist upp á einum klukkutíma og bókunarkerfið hrundi. Það hefur verið lagfært og fleiri tímum í skimun hefur verið bætt við.

Fólk getur óskað eftir skimun með því að fara inn á vefinn bokun.rannsokn.is. Ekki er gerð krafa um rafræn skilríki. Skimunin fer fram í Turninum í Kópavogi. Niðurstöðurnar getur fólk nálgast á sínu svæði á vefnum heilsuvera.is, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.  
 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir