Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Skilnaður við eiginmann hjálpar

19.12.2010 - 19:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Átján þingmenn úr fjórum flokkum hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem því er beint til heilbrigðisráðherra að undirbúa frumvarp um staðgöngumæðrun. Er vilji til að staðgöngumæðrun verði heimiluð í velgjörðaskyni hér á landi líkt og er gert í Bretlandi og Hollandi. Íslenskt par hefur í nokkurn tíma skoðað staðgöngumæðrun sem möguleika til að eignast barn. Þau hafa tvívegis farið utan með staðgöngumóður til að reyna tæknifrjógun en ekki gengið. Þau segja breyta miklu ef að staðgöngumæðrun væri lögleg hér á landi.

Hún segir tímann ekki vinna með sér og segir skilnað við mann sinn hjálpa sér til að að geta notað staðgöngumæðrun til að eignast barn. Þannig geti hún tekið saman við konu og sú kona gengið með barn þeirra hjóna. Á meðan að staðgöngumæðrun er ekki lögleg hér á landi, þá verði þau að leita allra leiða.