Þær Anna Valdís Kró og Helen Cova sem báðar eru í ritstjórn nýs heftis Óss The Journal ásamt Pedro Gunnlaugi Garci sögðu frá skáldatilveru sinni og vinnunni við Ós The Journal í þættinum Orð um bækur 2. mars síðastliðinn.
Í flestum Evrópulöndum eru bókmenntir innflytjenda löngu orðnar sjálfsagður hluti af bókmenntalífinu. Hér á landi hafa höfundar sem ekki eiga sér íslensku að móðurmáli hins vegar verið frekar afskiptir og út af fyrir sig. Þetta er þó eitthvað að breytast enda afar áhugavert að fá í gegnum skáldskap og bókmenntir innsýn í veruleika þeirra hér.
Í tengslum við útgáfu þriðja heftis Óss The Journal hefur verið efnt til tveggja upplestrarkvölda og var það síðara í Stofunni við Vesturgötu á Valentínusardaginn, þann 14. febrúar síðastliðinn. Hér má hlust á upptöku frá kvöldinu.