Sjúkrahótelið fékk fékk 81% stiga sem er svokölluð Excellent einkunn samkvæmt vistvottunarkerfinu BREEAM. Til þess að fá slíka einkunn þarf að horfa til heildarumhverfisáhrifa byggingarinnar.
Sérkenni sjúkrahótelsins.
Helga segir að búið sé að huga að ýmsum hlutum í byggingunni til að tryggja að þeir falli að kröfunum og séu í lagi í gegnum allt ferlið. Sumir þessara þátta hafi með heilsu og vellíðan að gera eins og hljóðvistarhönnun, hönnun lýsingar, loftæði o.s.frv. Einnig þurfi að fylgja því eftir á framkvæmdatímanum að menn velji efni sem gufa ekki upp, rokgjörnum efnum sem valdi þá slæmum loftgæðum. Hugað sé að orkunýtingu og búnaði fyrir til dæmis loftræstingu og lýsingu sem notar litla orku.
Skoðuð voru sérstaklega atriði sem gætu bætt innivistina í byggingunni. „Og þá sérstaklega loftgæðin og gerðum kröfur um að byggingarefni eins og gólfefni, loftaefni, málning, lím og lökk og þess háttar innihéldu undir ákveðnum kröfum af lífrænum rokgjörnum efnum, eins og formaldíði og þess háttar.“