Sjöundi kafli Stjörnustríðs ýmist frábær eða ekki spes

Star Wars - The Force Awakens
 Mynd: Star Wars

Sjöundi kafli Stjörnustríðs ýmist frábær eða ekki spes

09.12.2019 - 12:55
Sjöundu kvikmyndinni í Stjörnustríðs kvikmyndabálknum eru gerð skil í þessum sjöunda þætti hlaðvarpsins Hans Óli skaut fyrst. Kvikmyndin kom út árið 2015 og er sú fyrsta í upptaktinum að endalokunum. Nú eiga Geir Finnsson og félagar einungis eftir að fara yfir tvær Star Wars myndir en sú síðasta verður frumsýnd eftir tíu daga.

Í október árið 2012 komu þær fréttir að Walt Disney hefði keypt kvikmyndafyrirtækið Lucas Films og þar með kvikmyndaréttinn af stjörnustríðsmyndunum. Samtímis var tilkynnt að kaflar sjö, átta og níu myndu líta dagsins ljós. 

Sjöundi kafli heitir the Force Awakens en honum er leikstýrt af J. J. Abrams. Kvikmyndin sló sölumet og varð mest selda stjörnustríðsmyndin, stærsta kvikmynd ársins 2015 og fjórða tekjuhæsta mynd sögunnar. Kvikmyndin þykir þó mjög lík fyrstu stjörnustríðsmyndinni en það var ætlun leikstjórans að þessi nýja kvikmynd kæmi áhorfendum kunnuglega fyrir sjónir. 

Í þessum sjöunda kafla koma fram nýjar persónur, þau Rey og Kylo Ren, sem setja svip sinn á það sem eftir kemur. Þau hafa bæði hlotið lof gagnrýnenda og aðdáendur geta ekki beðið eftir að sjá hver orlög þeirra verða í níunda kaflanum sem nú nálgast óðfluga.

Gestir þáttarins eru Sonja Sigríður Jónsdóttir og Tómas Geir Howser en þau eru ekki sammála um gæði myndarinnar. Sonju finnst kvikmyndin "ekkert spes" en hún olli Tómasi ekki vonbrigðum sem segir myndina frábæra. 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Leikföng og barnalæti ollu deilum á setti Stjörnustríðs

Kvikmyndir

Yoda er bara Regina George úr Mean Girls