Sjötíu Íslendingar í Game of Thrones

Mynd með færslu
 Mynd:

Sjötíu Íslendingar í Game of Thrones

07.10.2012 - 15:21
Hátt í sjötíu Íslendingar fá aukahlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en tökulið þáttanna er væntanlegt 12. eða 13.nóvember. Yfir tvö hundruð manns eiga eftir að starfa við tökurnar hér á landi en þær fara að mestu leyti fram við Mývatn á Norðurlandi.

Þetta er í annað sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands. Þá fóru tökurnar að mestu leyti fram við Svínafellsjökul. Norðurland varð hins vegar fyrir valinu að þessu því þar er líklegast að snjói.  Tökuliðið verður hér á landi til 27. eða 28.nóvember.

Annað fjölmennt tökuliðið er væntanlegt síðar í þessum mánuði þegar tekið verður upp fyrir stórmyndina Thor 2 , það verður eingöngu í viku en hátt í fjögur hundruð manns koma að þeim tökum.