Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sjóðheitur kvæðalestur í Vesturbæjarlaug

Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / Kristinn Þeyr Magnússon

Sjóðheitur kvæðalestur í Vesturbæjarlaug

16.11.2019 - 13:50

Höfundar

Kvæðamannafélagið Iðunn og Vesturbæjarlaug fögnuðu degi íslenskrar tungu með kvæðastund í heitum potti í Vesturbæjarlaug í morgun. Sundlaugargestir voru hvattir til að smeygja sér ofan í þéttsetinn miðjupottinn og skiptast þar á kvæðum og spjalla um hefðina. 

Hægt er að fræðast um kvæðahefðina á vef Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Þar segir að vísnagerð hafi verið þjóðariðkun frá fornu fari. Hlutverk vísnanna og efni þeirra sé nánast samofið lífi þjóðarinnar í landinu. 

„Í þeim er fjallað um náttúruna, ástina, heimþrá og söknuð eftir látnum vinum; en einnig er ort um hesta, ferðalög, drykkjuskap og veðrið. Þá eru ótal barnagælur til undir rímnaháttum sem einnig eru fjölbreyttar að efni. Þar birtast oft litlar myndir úr daglegu umhverfi barnsins: kveðið er um dýrin og blómin, börnin sjálf og leiki þeirra og störf.“

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Þetta er í 24. skipti sem haldið er upp á daginn. Dagur íslenskrar tungu er helgaður rækt við íslenskuna. 

Sjá einnig: Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í dag. 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Hljóðbækur sækja í sig veðrið

Mynd með færslu
Bókmenntir

Maraþonlestur á degi íslenskrar tungu

Menningarefni

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í dag