Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sjö vilja verða bæjarstjóri á Hornafirði

26.06.2018 - 16:08
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia.Commons
Sjö sækjast eftir starfi bæjarstjóra í sveitarfélaginu Hornafirði. Umsóknarfresturinn rann út í dag. Á meðal umsækjenda er Gísli Halldór Halldórsson sem var bæjarstjóri á Ísafirði frá 2014 til 2018.

 

Umsækjendur um starfið eru:  

Ármann Halldórsson byggingartæknifræðingur

Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði

Gísli Þór Viðarsson stuðningsfulltrúi

Gunnar Örn Reynisson framkvæmdastjóri

Hallur Guðmundsson verkefnastjóri

Jón Garðar Snædal Jónsson byggingarfræðingur

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson framkvæmdastjóri

 

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV