Sjö dóu er bílsprengja sprakk í Kabúl

13.11.2019 - 06:25
epa07992102 Afghan security forces inspect the site of a car bomb attack, which targeted a convoy of Ministry of Interior Affairs advisors, in Kabul, Afghanistan, 13 November 2019. According to the media at least seven people were killed and 18 others wounded in the blast.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst sjö létu lífið og jafnmörg særðust þegar bílsprengja var sprengd á háannatíma í morgunumferðinni í Kabúl í morgun. Nasrat Rahim, talsmaður innanríkisráðuneytisins, greindi frá þessu. Rahim sagði öll fórnarlömb ódæðisins óbreytta borgara.

Sprengjan sprakk í hverfi ekki fjarri innanríkisráðuneytinu, skammt norður af alþjóðaflugvellinum í Kabúl, sagði Rahimi. AFP-fréttastofan hefur eftir ónefndum heimildarmanni í ráðuneytina að þetta hafi verið sjálfsvígsárás; sá sem sprengdi bílsprengjuna hafi sjálfur verið í bílnum. Þá hafi sprengjunni að líkindum verið beint að bílalest á vegum stjórnvalda, sem ók framhjá um það bil er hún sprakk. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi