Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sjálfstæðisflokkur stærstur í Norðvestri

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn í Norðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum úr síðasta kjördæminu til að birta tölur. Sjálfstæðisflokkurinn fær samkvæmt þessu þrjá þingmenn í kjördæminu en fimm flokkar fá einn þingmann hver. Það eru Samfylkingin sem er næst stærst og svo Vinstri-græn, Miðflokkur, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins.

Nýir þingmenn eru Bergþór Ólason, Miðflokki, Ásmundur Einar Daðason sem snýr aftur á þing fyrir Framsókn og Magnús Þór Hafsteinsson, Flokki fólksins.

Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokki er fyrsti þingmaður kjördæmisins og Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni er annar þingmaður.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV