Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn í Norðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum úr síðasta kjördæminu til að birta tölur. Sjálfstæðisflokkurinn fær samkvæmt þessu þrjá þingmenn í kjördæminu en fimm flokkar fá einn þingmann hver. Það eru Samfylkingin sem er næst stærst og svo Vinstri-græn, Miðflokkur, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins.